Fiskeribladet/Fiskaren, helsta sjávarútvegsblað Noregs, fullyrðir að Ísland og Evrópusambandið hafi náð samkomulagi sín í milli um tillögu að skiptingu makrílkvótans. Þar sé gert ráð fyrir að Ísland fái 11,9% af heildarkvótanum, ESB fái 46,7%, Noregur 21,3%, Færeyjar 12%, Rússland 4,5% og Grænland 3,6%. Samkomulagið skuli gilda í fimm ár.
Yrði þetta niðurstaðan og ef gengið er út frá veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins fyrir næsta ár, sem er 890.000 tonn, myndi Ísland fá tæp 106 þús. tonn (kvóti í ár 126 þús. tn); ESB fengi 416 þús. tonn (hefur nú 336 þús. tn); Noregur 190 þús. tonn (kvóti í ár 153 þús. tn); Færeyjar 107 þús. tonn (hafa í ár 126 þús. tn), en Rússland og Grænland minna.
Sigurgeir Þorgeirsson aðalsamningamaður Íslands í makríldeilunni vildi í samtali við Fiskifréttir ekki staðfesta frétt norska blaðins og taldi þar of mikið sagt.
Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í morgun.