Íslensk skip höfðu nú um miðja vikuna tilkynnt um 118 þúsund tonna veiði á makríl sem er rétt um 90% af 130 þúsund tonna heildaraflamarki Íslands í makríl.

Vilhelm Þorsteinsson EA  og Huginn VE hafa veitt mest af makrílnum eða 9.900 tonn og 9.550 tonn. Aðalsteinn Jónsson SU er í þriðja sæti með 7.400 tonn.

Uppsjávarskipin eru nú flest að síldveiðum djúpt norðaustur af landinu en makrílveiðum er þó ekki hætt.