Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerð um makrílveiðar íslenskra skipa á alþjóðlegu hafsvæði á þessu ári.

Skipunum er heimilt að veiða samtals 20.000 tonn en þegar því marki er náð skal veiðum hætt.

Fiskistofa mun tilkynna þegar 15.000 tonn hafa verið veidd og eftir þá tilkynningu skulu veiðiskip senda aflaskeyti daglega.