Um miðjan júní nk. mun Magnús Kristinsson láta af störfum framkvæmdastjóra útgerðarfélagsins Bergs-Hugins ehf. í Vestmannaeyjum. Frá sama tíma mun Arnar Richardsson taka við starfi rekstrarstjóra félagsins.

Bergur-Huginn (BH) er dótturfélag Síldarvinnslunnar hf. Félagið gerir út tvo 29 metra togara, svonefnda þriggja mílna báta, og bera þeir nöfnin Vestmannaey og Bergey.

Magnús Kristinsson hefur starfað hjá BH í um 45 ár en starfi framkvæmdastjóra hefur hann gegnt frá árinu 1978 eða í tæp 40 ár. Arnar Richardsson starfaði meðal annars hjá BH á árunum 2006-2009 og einnig á árunum 2010-2015 en frá þeim tíma hefur hann verið framkvæmdastjóri Hafnareyrar ehf. sem er dótturfélag Vinnslustöðvarinnar.

Magnús mun taka sæti í stjórn félagsins á næsta aðalfundi þess.

Sjá nánar á vef Síldarvinnslunnar.