Vísindamenn í Englandi hafa fengið leyfr til rækta erfðabreyttar plöntur í tilraunaskyni sem innihalda Omega 3 eða lýsi í fræjunum.
Plantan sem um ræðir kallast Camelina sativa á latínu en akurdoðra á íslensku. Talið er að með tímanum sé hægt að nýta lýsið úr fræjunum í fiskeldi í staðinn fyrir lýsi sem unnið er úr sjófangi.
Einnig er talið að plöntulýsið geti nýst til framleiðslu á fæðubótarefnum og í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma.