Lýsi hf. hefur ákveðið að reisa nýja verksmiðju við hlið þeirrar sem fyrir er við Fiskislóð í Reykjavík. Landsbankinn ætlar að fjármagna framkvæmdina.
Nýja byggingin verður um 4000 fermetrar að stærð og mun heildarkostnaður við hana ásamt kaupum og uppsetningu á tækjabúnaði nema tæpum 1.200 milljónum króna. Reiknað er með að framleiðslugetan nærri tvöfaldist við breytinguna, fari úr 6.500 tonnum í um það bil 13 þúsund tonn á ári.Jafnframt skapast um 20 ný störf hjá Lýsi hf., en áætlað er að um 150 manns muni starfa við byggingarframkvæmdirnar.
Vefur RÚV skýrir frá þessu.