Rússar hafa skipað loðnuhrognum í háan tollflokk til verndar innlendum styrjuhrognum sem hinn eini sanni kavíar er framleiddur úr. Að óbreyttu er því ekki grundvöllur fyrir sölu loðnuhrogna til Rússlands, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Eigi að síður eru taldar góðar horfur á sölu hrognanna annað. Að sögn Teits Gylfasonar deildarstjóra hjá Iceland Seafood er of snemmt að spá um horfur á sölu loðnuafurða til Japans vegna náttúruhamfaranna þar.

Sjá nánar í Fiskifréttum.