Fulltrúar Landssambands smábátaeigenda (LS) áttu fund fyrir helgina með Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem sambandið setti fram hugmyndir sínar um heildarafla á næsta fiskveiðiári.
Tillögur LS eru þessar:
Þorskur 200 þús. tonn
Ýsa 70 "
Ufsi 65 "
Steinbítur 13 "
Langa 9.000 tonn
Keila 7.500 tonn
Á fundinum lagði LS fram ítarlegt bréf sem rökstuðning við hugmyndum sínum.
Sjá nánar á vef sambandsins, HÉR