„LS hafnar því alfarið að veiðidögum verði fækkað um 30 eða 60% frá síðustu vertíð. Eina ástæðan sem LS telur réttlæta fækkun daga eru hinar erfiðu markaðsaðstæður sem uppi eru. Engu að síður verður að hafa í huga nauðsyn þess að tryggja mörkuðum nægt hráefni,“ segir í umsögn Landssamband smábátaeigenda um reglugerðardrög atvinnuvegaráðuneytisins um hrognkelsaveiðar 2013.

„LS hefur farið yfir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar og er eindregið þeirrar skoðunar að þeir útreikningar og aðferðir sem stofnunin leggur til grundvallar séu órafjarri því að standast þær lágmarkskröfur sem gera verður til ráðgjafar sem talist gæti trúverðug,“ segir einnig í umsögn LS.

LS gerði fjölmargar athugasemdir við drögin. Meðal þeirra eru: Veiðidagar verði 35, fjöldi neta verði óbreyttur og heimilt verði að velja um bauju með flaggi eða belgi á enda hverrar netatrossu.

Sjá nánar http://www.smabatar.is/2013/01/grasleppa-netum-veri-ekki-faek.shtml