Fara þarf aftur til áranna 1982 og 1983 til þess að sjá minni loðnuafla en á þessari vertíð ef fram heldur sem horfir. Á fyrrnefnda árinu veiddust 13 þúsund tonn og á hinu síðarnefnda var algjört veiðibann. Núna mun veiðin takmarkast við 15 þúsund tonna rannsóknakvóta, ef ekki finnst meira af loðnu.
Miklar sveiflur hafa verið í loðnuveiðum hér við land allt frá upphafi veiðanna á sjötta áratug 20. aldarinnar. Þrisvar hefur ársafli Íslendinga komist yfir eina milljón tonna, en það var árin 1996, 1997 og 2002.
Nánar er fjallað um þróun loðnuveiða og verðmæta loðnuafurða í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.