Löngustofninn hefur stækkað hratt frá aldamótum og er nú stærri en hann hefur verið frá upphafi úttektartímabils Hafrannsóknastofnunar árið 1982. Lönguafli á Íslandsmiðum á síðasta ári var 14.000 tonn og þarf að fara allt aftur til ársins 1971 til þess að finna meiri heildarafla.

Að ráði Hafrannsóknastofnunar verður löngukvótinn enn hækkaður á næsta fiskveiðiári og verður 16.200 tonn. Hafró varar þó við því að vegna slakrar nýliðunar muni stofninn minnka umtalsvert á komandi árum og aflinn fara undir 10 þúsund tonn.

Sjá nánari umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum.