Að öllu óbreyttu verða strandveiðar bannaðar frá og með 19. ágúst 2021.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Fiskistofu.
Landssamband smábátaeigenda ritaði
sjávarútvegsráðherra bréf
í síðustu viku þar sem óskað var eftir að hann brigðist við ótímabærri stöðvun strandveiða.
Ráðherra svaraði erindinu og sagði að „frádregnar aflaheimildir sem fóru á skiptimarkað vegna yfirstandandi fiskveiðiárs hafa verið fullnýttar og því liggur fyrir að ráðuneytið hefur að lögum engar frekari heimildir til að auka við aflaheimildir til strandveiða.“
LS hefur bent á að töluvert af veiðiheimildum sem Fiskistofa hefur til úthlutunar á byggðakvóta til skipa muni að óbreyttu brenna inni. Á síðasta fiskveiðiári fóru milli 800 og 900 tonn af þorski þá leiðina. Ráðuneytið bar beðið að koma aftur að málefninu í ljósi þeirra upplýsinga.