Á sama tíma og allt hefur gengið í haginn á loðnuvertíðinni við Ísland er hljóðið dauft í Norðmönnum.
,,Þetta hefur verið vonlaus loðnuvertíð fram að þessu,“ segir Trond Remöy hjá norska síldarsölusamlaginu í samtali á vefnum Kystogfjord.no í dag. ,,Undir venjulegum kringumstæðum væri loðnan af stærðinni 40 stykki í kílóinu en það sem af er vertíðinni hefur stærðin verið 55-60 kíló að meðaltali. Þá hefur hrognainnihald loðnunnar ekki verið neitt til að státa af, þannig að nánast ekkert af aflanum hefur farið til manneldis.“
Norsku skipin eru búin að veiða rösklega 80.000 tonn af 221.000 tonna kvóta. Remöy segir að vel geti farið svo að heildarkvótinn verði ekki allur veiddur.