Nú sér fyrir endann á loðnuveiðum Norðmanna í Barentshafi. Í dag voru aðeins 7.500 tonn óveidd, samkvæmt frétt á vef samtaka norskra útgerðarmanna.

Þar segir ennfremur að meðalhráefnisverð hafi verið 2,33 norskar krónur kílóið (48 ISK) samanborið við 1,98 NOK í fyrra (40 ISK). Hækkunin nemur 20%.  Þess er getið að aflaverðmæti loðnuskipanna hafi aukist milli ára um 120 milljónir NOK sem jafngildir tæpum 2,5 milljörðum íslenskra króna.