Loðnuleitarleiðangur Hafrannsóknarstofnunar er kominn í gang.

Rannsóknarskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson, ásamt grænlenska togaranum Polar Ammassak létu úr höfn í Hafnarfirði á fimmta tímanum í gær og eru nú vestur af Vestfjörðum. Fjórða skip leiðangursins, togarinn Ásgrímur Halldórsson, er enn á Hornafirði en lætur væntanlega úr höfn síðar í dag.

„Fyrir fram gerum við ráð fyrir að hafa veiðiskipin í um sjö daga en erum með rannsóknarskipin á áætlun hjá okkur í 14 daga. En þessi yfirferð ætti ekki að taka það langan tíma, þetta gæti tekið viku til tíu daga,“ sagði Guðmundur J. Óskarsson,  sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, við Fiskifréttir á fimtundaginn í síðustu viku.

Aðspurður sagðis Guðmundur reikna með að þrír til fjórir dagar líði eftir að leiðangrinum lýkur þar til Hafrannsóknastofnun geti gefið út ráðgjöf á grundvelli  hans. „Við leggjum alla okkar vinnu í að klára þetta sem fyrst, vitandi það að menn bíða eftir endanlegu ráðgjöfinni,“ sagði Guðmundur í síðustu viku.

Loðnuleitarleiðangur Hafrannsóknarstofnunar er kominn í gang.

Rannsóknarskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson, ásamt grænlenska togaranum Polar Ammassak létu úr höfn í Hafnarfirði á fimmta tímanum í gær og eru nú vestur af Vestfjörðum. Fjórða skip leiðangursins, togarinn Ásgrímur Halldórsson, er enn á Hornafirði en lætur væntanlega úr höfn síðar í dag.

„Fyrir fram gerum við ráð fyrir að hafa veiðiskipin í um sjö daga en erum með rannsóknarskipin á áætlun hjá okkur í 14 daga. En þessi yfirferð ætti ekki að taka það langan tíma, þetta gæti tekið viku til tíu daga,“ sagði Guðmundur J. Óskarsson,  sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, við Fiskifréttir á fimtundaginn í síðustu viku.

Aðspurður sagðis Guðmundur reikna með að þrír til fjórir dagar líði eftir að leiðangrinum lýkur þar til Hafrannsóknastofnun geti gefið út ráðgjöf á grundvelli  hans. „Við leggjum alla okkar vinnu í að klára þetta sem fyrst, vitandi það að menn bíða eftir endanlegu ráðgjöfinni,“ sagði Guðmundur í síðustu viku.