Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir stefnt að því að hefja loðnuleit að nýju á fimmtudaginn.
„Það er veðurstopp núna en planið er að Heimaey fari mögulega á fimmtudaginn norðvestur fyrir landið en það er háð veðri,“ segir Guðmundur
Síðan er gert ráð fyrir að Polar Ammassak og Ásgrímur Halldórsson SF kanni stöðuna fyrir austan og suðaustan land. Þessi skip halda sennilega einnig út á fimmtudaginn að sögn Guðmundar.
Minna leitarsvæði en áður
„Þetta er ekki eins stórt og verið hefur í janúar og febrúar,“ segir Guðmundur um umfang leitarsvæðisins. „Þetta er meira að skanna þarna fyrir vestan hvort það sé einhver ganga að koma líkt og gerðist í fyrra undan ísnum út af Húnaflóa, hvort það sé einhver vesturganga.“
Ásgrímur Halldórsson og Polar Ammassak eigi meðal annars að kanna hvort loðnan sem sást fyrir suðaustan land á dögunum finnist aftur. „Þeir eiga að kanna hvort það sé eitthvað að koma upp úr djúpunum á svipaðan hátt og gerðist með þessa litlu göngu sem varð vart við - hvort það er eitthvað að koma á eftir því,“ segir Guðmundur.
Helsta vonin fyrir norðvestan land
Óljóst er hversu lengi þessi komandi leiðangur mun standa. Guðmundur segir það meðal annars háð veðri.
„Þetta verður kannski í fimm til sjö daga. Það fer svolítið eftir hvað menn hafa mikla þolinmæði í þetta,“ segir Guðmundur sem segir að það þurfi að minnsta kosti að kanna málin. Fókusinn sé meira fyrir norðvestan land.
„Við teljum að það sé meiri séns að það komi eitthvað þaðan, að loðnan dúkki upp svipað og í fyrra. Það var töluvert magn sem kom þá í kring um 20. febrúar og gekk meðfram Vestfjörðum. Það er helsti möguleikinn eins og við lítum á það.“
Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir stefnt að því að hefja loðnuleit að nýju á fimmtudaginn.
„Það er veðurstopp núna en planið er að Heimaey fari mögulega á fimmtudaginn norðvestur fyrir landið en það er háð veðri,“ segir Guðmundur
Síðan er gert ráð fyrir að Polar Ammassak og Ásgrímur Halldórsson SF kanni stöðuna fyrir austan og suðaustan land. Þessi skip halda sennilega einnig út á fimmtudaginn að sögn Guðmundar.
Minna leitarsvæði en áður
„Þetta er ekki eins stórt og verið hefur í janúar og febrúar,“ segir Guðmundur um umfang leitarsvæðisins. „Þetta er meira að skanna þarna fyrir vestan hvort það sé einhver ganga að koma líkt og gerðist í fyrra undan ísnum út af Húnaflóa, hvort það sé einhver vesturganga.“
Ásgrímur Halldórsson og Polar Ammassak eigi meðal annars að kanna hvort loðnan sem sást fyrir suðaustan land á dögunum finnist aftur. „Þeir eiga að kanna hvort það sé eitthvað að koma upp úr djúpunum á svipaðan hátt og gerðist með þessa litlu göngu sem varð vart við - hvort það er eitthvað að koma á eftir því,“ segir Guðmundur.
Helsta vonin fyrir norðvestan land
Óljóst er hversu lengi þessi komandi leiðangur mun standa. Guðmundur segir það meðal annars háð veðri.
„Þetta verður kannski í fimm til sjö daga. Það fer svolítið eftir hvað menn hafa mikla þolinmæði í þetta,“ segir Guðmundur sem segir að það þurfi að minnsta kosti að kanna málin. Fókusinn sé meira fyrir norðvestan land.
„Við teljum að það sé meiri séns að það komi eitthvað þaðan, að loðnan dúkki upp svipað og í fyrra. Það var töluvert magn sem kom þá í kring um 20. febrúar og gekk meðfram Vestfjörðum. Það er helsti möguleikinn eins og við lítum á það.“