Gefin hefur verið út reglugerð sem gerir ráð fyrir að loðnukvóti íslenskra skipa á yfirstandandi vertíð verði um 123.000 tonn. Áður hafði verið gefinn út 85.000 tonna upphafskvóti þannig að viðbótin er um 38.000 tonn.
Viðbótin samsvarar þeim kvóta sem Norðmenn áttu óveiddan þegar veiðitími þeirra hér við land rann út um síðustu helgi, en norsku skipin náðu að veiða 11.000 tonn.