Sjávarútvegsráðuneytið norska hefur gefið út reglugerð um loðnuveiðar norskra skipa í Barentshafi árið 2015. Heildarkvóti skipanna er um 72 þúsund tonn.
Kvótinn skiptist þannig að nótaskip fá rúmlega 51 þúsund tonna kvóta, skip með flottroll fá um 8.500 tonn og skip sem eru í flokki strandveiðiskipa mega veiða 11.400 tonn.
Til viðbótar þessu mega norsk skip veiða rúm 47 þús tonn af loðnu í íslenskri lögsögu í vetur.