Norsk fiskiskip með hringnótaleyfi mega veiða samtals 70.669 tonn af loðnu í lögsögum Jan Mayen, Grænlands og Íslands að þessu sinni.

Af heildarkvótanum mega skipin veiða allt að 36.000 tonnum í grænlenskri lögsögu og allt að  47.269 tonn í íslenskri lögsögu.

Tekin eru frá 2.000 tonn af heildarkvótanum vegna tilraunaveiða við Jan Mayen.