Heildarloðnukvótinn upp á 173.000 tonn, sem ákveðinn hefur verið,  skiptist þannig að Íslendingar fá 100.315 tonn, Norðmenn 45.005 tonn (þar af 31.165 tonn út á Smugusamninginn), í hlut Grænlendinga koma 19.030 tonn og Færeyingar fá 8.650 tonn.

Þessar upplýsingar fengu Fiskifréttir frá atvinnuvegaráðuneytinu.