Leiðinda veður hefur verið á loðnumiðunum út af Vestfjörðum. Flotinn þurfti að leita vars inni á Ísafjarðardjúpi og lágu nokkur skip við bryggju á Ísafirði í nótt, að því er fram kemur á vefnum bb.is

Átta skip voru í Djúpkjaftinum síðdegis  en veður mun að líkindum ganga niður í dag. Flest þeirra í síðasta túr vertíðarinnar.