Þótt kvóti norsk-íslensku síldarinnar hafi verið skertur um næstum þriðjung  milli ára og kolmunnakvótinn keyrður niður í núll er bjart útlit í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski á þessu ári. Svo er loðnunni fyrir að þakka.

Á síðasta ári leit út fyrir að veruleg niðursveifla yrði í uppsjávarveiðum íslenskra skipa á árinu 2011 en loðnuvertíðin í vetur fór fram úr björtustu vonum og breytti heildarmyndinni mikið. Jafnframt eru horfur á að framhald verði á verulegri kvótaaukningu í loðnu á næstu vertíð.

Sjá nánar umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum.