Börkur NK frá Neskaupstað tók þátt í loðnuleit nokkurra veiðiskipa og kom að landi í morgun. Skipin sem leituðu að loðnu fundu hana í gær og láta vel af því sem sást. Loðnan fannst um 60 sjómílur norðvestur af hinu skilgreinda trollhólfi en ekkert veður er til nótaveiða. Loðnuskipin eru nú komin í land og bíða þess að veður lagist eða að loðnan gangi inn í trollhólfið. Má telja líklegt að sú bið taki 3-4 daga.

Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunna r.

Birtingur NK  hélt til síldveiða suðaustur af landinu og kom hann til löndunar í morgun með um 330 tonn sem fengust í nokkrum köstum. Er síldarafli Birtings fyrsti farmur ársins sem kemur til vinnslu í Neskaupstað.