Mikið hefur verið af æðarkollu í Húsavík við Steingrímsfjörð. Þegar farið var að kanna málið kom í ljós að í fjörunni var fullt af loðnu sem rekið hafði á land. Einnig var sjórinn svartur af loðnu upp í fjöru.

Þetta kemur fram á vef Náttúrustofu Vestfjarða .  Loðnuhrogn voru líka í sandinum þar sem loðnunnar lágu. Líklegt er að æðarfuglinn hafi verið að éta loðnuhrogn eða jafnvel loðnuna sjálfa.