Breytingar á því fóðri sem gefið er löxum í sjókvíaeldi gæti dregið úr áhrifum laxalúsar á fiskana.

Þetta gefur ný rannsókn í Noregi til kynna að því miðillinn Salmon Business greinir frá á vefsíðu sinni. Rannsókninni er sagt hafa verið stýrt af ILAB í samvinnu við Aker BioMarine, QuantiDoc, og líftæknideild háskólans í Bergen.

Umtalsverð bót

Í stuttu máli benda niðurstöður rannsóknarinnar til að með því að bæta ljósátumjöli í fóður eldislaxa styrkist roð þeirra og áhrif laxalúsarinnar minnka. Í tilraun var löxunum ýmist gefið fóður sem innihélt átta eða tólf prósent ljósátu og síðan hefðbundið eldislaxafóður. Er blandan með átta prósent ljósátu sögð hafa styrkt roð fiskanna umtalsvert og fækkað á þeim lúsum.

Lofar góðu

Tilraunin fór þannig fram að eftir að laxar í mismunandi tönkum höfðu verið aldir í átta vikur á fyrrgreindum mismunandi fóðurtegundum voru þeir útsettir fyrir lúsasmiti í tvær vikur og áhrifin síðan metin. Eru niðurstöðurnar sagðar lofa góðu í hinni mikilvægu baráttu eldisiðnaðarins við laxalúsina sem ekki sé aðeins kostnaðarsöm heldur ógni líka velferð fiskanna og framleiðslugetu fyrirtækjanna.

Breytingar á því fóðri sem gefið er löxum í sjókvíaeldi gæti dregið úr áhrifum laxalúsar á fiskana.

Þetta gefur ný rannsókn í Noregi til kynna að því miðillinn Salmon Business greinir frá á vefsíðu sinni. Rannsókninni er sagt hafa verið stýrt af ILAB í samvinnu við Aker BioMarine, QuantiDoc, og líftæknideild háskólans í Bergen.

Umtalsverð bót

Í stuttu máli benda niðurstöður rannsóknarinnar til að með því að bæta ljósátumjöli í fóður eldislaxa styrkist roð þeirra og áhrif laxalúsarinnar minnka. Í tilraun var löxunum ýmist gefið fóður sem innihélt átta eða tólf prósent ljósátu og síðan hefðbundið eldislaxafóður. Er blandan með átta prósent ljósátu sögð hafa styrkt roð fiskanna umtalsvert og fækkað á þeim lúsum.

Lofar góðu

Tilraunin fór þannig fram að eftir að laxar í mismunandi tönkum höfðu verið aldir í átta vikur á fyrrgreindum mismunandi fóðurtegundum voru þeir útsettir fyrir lúsasmiti í tvær vikur og áhrifin síðan metin. Eru niðurstöðurnar sagðar lofa góðu í hinni mikilvægu baráttu eldisiðnaðarins við laxalúsina sem ekki sé aðeins kostnaðarsöm heldur ógni líka velferð fiskanna og framleiðslugetu fyrirtækjanna.