Ljósafell SU 70 landaði um 82 tonnum í heimahöfn á Fáskrúðsfirði síðastliðinn sunnudag, 13. desember, og var uppistaðan þorskur. Túrinn er merkilegur fyrir þær sakir að í fyrsta sinn kemst Ljósafell yfir 1 milljarð í aflaverðmæti á almanaksári. Í ljósi góðrar kvótastöðu er ekki ólíklegt að það gerist aftur.
Þetta er góður árangur á 40 ára gömlu skipi og var skipverjum færð terta af tilefninu þegar þeir héldu aftur til veiða um hádegisbil í gær.
© Aðsend mynd (AÐSEND)