Ísfisktogarinn Ljósafell kom til Fáskrúðsfjarðar fyrir helgina eftir 5 mánaða endurbætur í Gdansk í Póllandi. Frá Gdansk sigldi Ljósafell til Akureyrar, þar sem að nýjum millidekksbúnaði var komið fyrir í skipinu.
Nú er verið að gera skipið klárt á veiðar. Það tekur fyrst þátt í togararalli Hafró, en byrjar svo veiðar fyrir frystihús Loðnuvinnslunnar eins og það hefur gert í tæp 35. ár.
Frá þessu er skýrt á vef Loðnuvinnslunnar ( www.lvf.is )