Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu voru í dag afhent hvatningarverðlaun LÍÚ. Adolf Guðmundsson, formaður, afhenti verðlaunin Guðmundi  Erni Jóhannssyni, framkvæmdastjóra Landsbjargar á aðalfundi LÍÚ í dag. Verðlaunin eru í formi styrkjar að upphæð þriggja milljóna króna sem notaðar verða til reksturs og viðhalds björgunarskipa félagsins.

Slysavarnarfélagið Landsbjörg starfrækir 15 björgunarskip hringinn í kringum landið. Skipin eru veigamikill þáttur í starfsemi félagsins en árlega sinnir Landsbjörg um 100 neyðartilvikum á hafi úti.