Af um 900 tonna sandkolakvóta duttu um 400 tonn dauð niður eftir að búið var að nýta geymslurétt og tegundatilfærslur. Einungis 300 tonn voru veidd.
„Okkur hefur fækkað sem vinnum kola og á köflum geta verið vandræði fyrir útgerð og vinnslu að losna við hann,“ segir Baldvin Leifur Ívarsson framkvæmdastjóri Bylgjunnar í Ólafsvík í samtali við Fiskifréttir. Bylgjan er eitt fárra hérlendis sem vinnur sandkola. Aflinn er haldflakaður og afkastagetan takmörkuð af þeim sökum.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.