Frá og með deginum í dag, 27. júní 2013, reiknast línuívilnun ekki á þorsk og gildir það til loka þessa fiskveiðiárs.  Þetta er í fyrsta sinn sem þau 3.375 tonn af þorski sem ætluð eru til línuívilnunar dagróðrabáta nægja ekki til út fiskveiðiárið.

Línuívilnun í þorski hófst 1. september 2004 og er yfirstandandi fiskveiðiár því það níunda í röðinni sem hún er við lýði.  Öll fyrri ár hefur viðmiðunin dugað.

Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda .