Samkvæmt gildandi reglugerð um línuívilnun  skal skipstjóri tilkynna um upphaf og lok róðurs í gegnum „Símalínu” sjálfvirkan þjónustusíma Fiskistofu.

Af tæknilegum ástæðum er ekki unnt að reka „ Símalínu” lengur en til næstu áramóta 2013/2014 en frá þeim tíma verður ekki unnt að senda inn tilkynningar með farsíma en í staðinn koma tilkynningar í gegnum vefsíðu eða með smáforriti með Android stýrikerfi.

Fiskistofa hefur sett upp vefsíðu sem nota skal til þess að tilkynna um upphaf og lok veiðiferða þegar ætlunin er að nýta sér línuívilnun.

Einnig er hægt að skrá sig úr og í höfn með smáforriti (appi) sem virkar fyrir spjaldtölvur og snjallsíma sem eru með Android-stýrikefi, útgáfu 2.02 eða nýrri.

Sjá nánar frétt á vef Fiskistofu.