„Atvinnuvegaráðuneytið hefur gert stórkostlegar breytingar á línuívilnun með því að minnka það magn sem hefur farið til ívilnunar í ýsu um helming - úr 2.100 tonnum í 1.100 tonn og steinbít úr 900 tonnum í 700 tonn. Þetta gerir ráðuneytið þrátt fyrir bókun atvinnuveganefndar um óbreytta tilhögun þessara mála á yfirstandandi fiskveiðiári.  Fundarmenn mótmæltu þessu harðlega.“

Þetta kemur fram í ályktun aðalfundur Félags smábátaeigenda á Austurlandi á Fáskrúðsfirði, sem greint er frá á vef LS . Í ályktuninni segir ennfremur að atvinnuveganefnd Alþingis hafi unnið málið í laumi og afgreitt fyrir þingið þegar búið var að ákveða þinglok. Þannig hafi ekki einu sinni alþingismenn haft tækifæri til að kynna sér lagabreytingarnar.

Meðal annarra samþykkta fundarins var ályktun um línuívilnun dagróðrabáta.  Fundurinn fer fram á að ívilnun í ýsu verði hækkuð í 30% til að koma til móts við þorskveiðar krókaaflamarksbáta.