Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um  breytingu á línuívilnun.
Samkvæmt hennii er línuívilnun í ýsu aukin úr 1.100 tonnum í 1.300 tonn.

Sjávarútvegsráðherra skerti línuívilnun í ýsu um 1.000 tonn í haust og gagnrýndu smábátasjómenn þá ákvörðun harðlega. Nú hefur ráðherra brugðist við þessari gagnrýni og hækkað línuívilnunina um 200 tonn.