Fiskistofa hefur bætt aðgengi til tilkynninga um línuívilnun, upphaf og lok veiðiferðar. Auk hefðbundinna aðferða verður einnig hægt að nota smáforrit (app) sem virkar fyrir spjaldtölvur og snjallsíma, segir á vef Landssambands smábátaeigenda.
Fiskistofa hefur sett upp vefsíðu sem nota skal til þess að tilkynna um upphaf og lok veiðiferða þegar ætlunin er að nýta sér línuívilnun.
Notuð er vefslóðin: https://linuivilnun.fiskistofa.is/linuivilnun/index.jsp
Notuð er vefslóðin: https://linuivilnun.fiskistofa.is/linuivilnun/index.jsp
til þess að tilkynna um upphaf og lok veiðiferðar með línuívilnun.
Einnig er hægt að skrá sig úr og í höfn með smáforriti (appi) sem virkar fyrir spjaldtölvur og snjallsíma sem eru með Android-stýrikefi, útgáfu 2.02 eða nýrri. Sækja appið í snjallsímann/spjaldtölvuna hér.
Við rafræna innskráningu er áfram notað aðgangsorðið sem notað var í Símalínu. Sótt er um aðgangsorð vegna línuívilnunar til Fiskistofu í síma 569 7900.
Skipstjórnarmenn eru hvattir til þess að nýta sér rafrænu innskráninguna í gegnum vefinn eða með appinu. Símalínan verður áfram virk enn um sinn en sá búnaður er úreltur og því líður að því að hann verði lagður niður.
Nánari upplýsingar um línuívilnun.