Dagróðrarbátar með landbeitta línu fá 20% línuívilnun frá og með 1. júní í stað 15% áður, samkvæmt nýrri reglugerði sem sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út. Sú nýbreytni hefur einnig verið tekin upp að bátar með línu sem stokkuð er í landi fá nú 15% línuívilnun í fyrsta sinn.
Jafnframt er ekki lengur gerð krafa um að landað sé í sömu höfn og lagt er frá við upphaf veiðiferðar.
Með línuívilnun geta dagróðrarbátar sem uppfylla ákveðin skilyrði landað 20% eða 15% í einsökum róðrum umfram það sem dregst frá kvóta þeirra í þorski, ýsu og steinbít. Línuívilnun í þorski á hverju fiskveiðiári takmarkast í heild við 3.375 tonn, 2.100 tonn af ýsu og 700 tonn af steinbít, miðað við óslægðan fisk, sem skiptast á ákveðin tímabil innan fiskveiðiársins.