,,Við strendur Noregs eru stærstu stofnar þaragróðurs í Evrópu, líklega um 50 milljónir tonna. Þarinn vex vel við kaldar strendurnar. Talið er að orkuþörfin í heiminum muni aukast um helming frá því sem nú er. Ef þari getur orðið uppspretta sjálfbærrar lífrænnar orku ættu að vera góðir möguleikar á því að Noregur verði heimaland slíks iðnaðar.”
Þetta sagði Lisbeth Berg-Hansen sjávarútvegsráðherra Noregs á ráðstefnu þar í landi sem bar heitið Þari – græn orka úr hafinu?
Ráðherrann sagði að mikilvægt væri að stuðla að aukinni þekkingu á þessu sviðið þannig að unnt yrði að meta hvort þessi hugmynd væri raunhæf.