Atvinnuvegaráðuneytið hefur ákveðið að fjöldi veiðidaga á yfirstandandi grásleppuvertíð verði 32. Áður hafði ráðuneytið gefið út reglugerði um 20 veiðidaga til að byrja með sem síðan skyldi endurskoða að loknu vorralli Hafrannsóknastofnunarinnar.
Á vef Landssambands smábátaeigenda er vakin athygli á því að lokaákvörðunin nú gefi til kynna að
mælingar í nýafstöðnu vorralli hafi gefið lakari niðurstöðu um ástand stofnsins en rallið 2012 gaf..
Auk fækkunar veiðidaga milli ára hefur leyfilegum fjölda neta í sjó verið fækkað.