Nýliðun í steinbítsstofninum hefur verið léleg undanfarin ár og afrakstur stofnsins væntanlega ekki nema helmingur af því sem hann hefur verið undanfarin 20 ár. Hugsanlegar skýringar á minni nýliðun gætu m.a. verið minni framleiðsla hrygningarstofnsins vegna truflana á hrygningarslóð, aukið afrán annarra fiska á ungviði steinbíts, auk þess sem hlýnum sjávar gæti haft áhrif.
Þetta kom fram í erindi sem Höskuldur Björnsson, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, flutti um stöðu steinbítsstofnsins við Ísland á fjórði fundi samráðshóps sjómanna, útvegsmanna og sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar um steinbítsrannsóknir sem haldinn var haldinn þann 18. febrúar sl. Tilgangur hópsins er að leiða saman aðila til að skiptast á upplýsingum, ræða ástand stofnsins og rannsóknir. Á fundinn mættu fimm fulltrúar sjómanna og útvegsmanna auk fiskifræðinga.
Á fundinum fjallaði Ásgeir Gunnarsson, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, m.a. um vöxt og kynþroska steinbíts á árunum 2002-2006, skýrði frá merkingum á steinbít á nokkrum stöðum við landið og fjallaði um endurheimtur merkja.
Sjá nánar um fundinn á vef Hafrannsóknastofnunar.