Lélegur gangur er í humarveiðum og mikil ótíð sett strik í reikninginn. Alexander Hallgrímsson skipstjóri á Fróða II ÁR frá Þorlákshöfn segir miklu minna um humar núna en verið hefur.

Síðasti túr Fróða II var lengri en venjulega vegna hvítasunnuhelgarinnar. Frá því veiðarnar hófust í lok mars er aflinn um 1.600 kg í skottum en auk þess hefur verið talsverður meðafli, aðallega þorskur en langa núna upp á síðkastið.

Alexander hafði haft spurnir af því að árlegur humarrannsóknaleiðangur á Dröfn hefði leitt í ljós afleitt ástand humarstofnsins.

„Eftir því sem ég heyri hafa niðurstöðurnar aldrei verið jafn daprar og núna.“

Sjá nánar í Fiskifréttum.