Áfram verður leitað í dag að færeysku sjómönnunum tveimur sem saknað er eftir að línubáturinn Kambur sökk suður af Færeyjum í gær.

Færeyska útvarpið segir að varðskipið Brimill hafi leitað í alla nótt og að þyrla og sérútbúin leitarvél frá Danmörku leiti áfram í dag. Um skeið leit út fyrir í gær að danska flugvélin kæmi ekki til leitarinnar vegna bilunar en úr því rættist þegar leið á daginn.

Talið er að skipverjarnir tveir hafi lokast inn í Kambi þegar línubáturinn lagðist á hliðina. Fjórtán öðrum úr áhöfninni var bjargað um borð í þyrlu.

Áfram verður leitað í dag að færeysku sjómönnunum tveimur sem saknað er eftir að línubáturinn Kambur sökk suður af Færeyjum í gær.

Færeyska útvarpið segir að varðskipið Brimill hafi leitað í alla nótt og að þyrla og sérútbúin leitarvél frá Danmörku leiti áfram í dag. Um skeið leit út fyrir í gær að danska flugvélin kæmi ekki til leitarinnar vegna bilunar en úr því rættist þegar leið á daginn.

Talið er að skipverjarnir tveir hafi lokast inn í Kambi þegar línubáturinn lagðist á hliðina. Fjórtán öðrum úr áhöfninni var bjargað um borð í þyrlu.