Aðfaranótt 11 maí 1907 fórst frönsk fiskiskúta úti fyrir Ögri í Ísafjarðardjúpi. Skútan hafði legið við akkeri innan við Æðey en líklega slitnað upp í ofsaveðri, rekið yfir djúpið og strandað á skeri við Ögurhólma. Léttabát skútunnar rak í land en öll áhöfnin fórst. Frá þessu segir á Facebook síðu Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum sem hefur hafið leit að flakinu á ný.

Eftir strandið sáust möstur skútunnar mara í hálfi kafi einungis um 80 faðma frá landi. Áhugamenn um skipsflök hafa því lengi haft vilja til að finna flakið.

Flakið ekki fundist

Ragnar Edvardsson, fornleifafræðingur við rannsóknasetrið, skipulagði leit að flakinu ásamt Arnari Þór Egilssyni, fyrst 2014, og aftur núna í ágúst 2024. 2024 tók Heimir Haraldsson þátt í leiðangrinum. Leitin fór að mestu fram með sónarkönnun (tvígeislamælingar) og fjarstýrðum smá-kafbát (blueROV2).

Í leiðangrinum 2024 tókst að kortleggja stórt svæði en ekki fannst flakið. Botngerðin er víðast harður botn, klöpp og sker, og líklegast er að skútan hafi brotnað mikið upp. Þó fundust nokkur frávik á sónar sem kunna að vera vísbending, m.a. möguleg ballest.

Botngerðin er víðast harður botn, klöpp og sker.
Botngerðin er víðast harður botn, klöpp og sker.

Franska skútan hefur lengst af verið nefnd ”Bonne Kity” byggt á merkingum á léttabátnum. Bonne Kity vísar hinsvegar líklega til skipasmiðarins E. Bonne frá Kerity. Það er því líklegt að skútan sem fórst sé Marjolaine, smíðuð af E. Bonne, en samkvæmt skipaskrá LLoyds hvarf sú skúta1907

Verkefnið er styrkt af Fornminjasjóði enda mikið sem vantar upp á skráningu neðansjávarminja í hafinu kringum Ísland.

Aðfaranótt 11 maí 1907 fórst frönsk fiskiskúta úti fyrir Ögri í Ísafjarðardjúpi. Skútan hafði legið við akkeri innan við Æðey en líklega slitnað upp í ofsaveðri, rekið yfir djúpið og strandað á skeri við Ögurhólma. Léttabát skútunnar rak í land en öll áhöfnin fórst. Frá þessu segir á Facebook síðu Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum sem hefur hafið leit að flakinu á ný.

Eftir strandið sáust möstur skútunnar mara í hálfi kafi einungis um 80 faðma frá landi. Áhugamenn um skipsflök hafa því lengi haft vilja til að finna flakið.

Flakið ekki fundist

Ragnar Edvardsson, fornleifafræðingur við rannsóknasetrið, skipulagði leit að flakinu ásamt Arnari Þór Egilssyni, fyrst 2014, og aftur núna í ágúst 2024. 2024 tók Heimir Haraldsson þátt í leiðangrinum. Leitin fór að mestu fram með sónarkönnun (tvígeislamælingar) og fjarstýrðum smá-kafbát (blueROV2).

Í leiðangrinum 2024 tókst að kortleggja stórt svæði en ekki fannst flakið. Botngerðin er víðast harður botn, klöpp og sker, og líklegast er að skútan hafi brotnað mikið upp. Þó fundust nokkur frávik á sónar sem kunna að vera vísbending, m.a. möguleg ballest.

Botngerðin er víðast harður botn, klöpp og sker.
Botngerðin er víðast harður botn, klöpp og sker.

Franska skútan hefur lengst af verið nefnd ”Bonne Kity” byggt á merkingum á léttabátnum. Bonne Kity vísar hinsvegar líklega til skipasmiðarins E. Bonne frá Kerity. Það er því líklegt að skútan sem fórst sé Marjolaine, smíðuð af E. Bonne, en samkvæmt skipaskrá LLoyds hvarf sú skúta1907

Verkefnið er styrkt af Fornminjasjóði enda mikið sem vantar upp á skráningu neðansjávarminja í hafinu kringum Ísland.