Eftir að loðnuleitarleiðangrinum Hafrannsóknastofnuna lauk í gær fór rannsóknarskipið Árni Friðriksson í síldarleit. Leitað er við kantinn austur af landinu þar sem togarinn Ásgrímur Halldórsson byrjaði í loðnuleiðangrinum í liðinni viku.
Að sögn Guðmundar J. Óskarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun er reiknað með að leit Árna Friðrikssonar standi í um tvo sólarhringa.
„Hann ætlar að leita að íslenskri sumargotssíld þar. Þetta er við lögsögumörkin, í vestanverðu Noregshafi,“ segir Guðmundur.