Mörg loðnuskip eru nú við loðnuleit úti af Ísafjarðardjúpi. Grænlenska skipið Polar Amaroq kastaði þar á loðnu undir kvöld í gær og fékk 350 tonn af óhrygndri loðnu, að því er sagði í hádegisfréttum RÚV.

Þar sagði ennfremur að þetta yki vonir manna um að loðnan væri farin að ganga upp að landinu vestanverðu. Engin veiði hefur þó verið á þessum slóðum í morgun. Loðnuveiðinni á Breiðafirði er svo til lokið. Sú loðna sem þar veiðist er að mestu hrygnd og þykir ekki vænlegt hráefni.