Verð ýsukvótans á leigumarkaði er komið upp í rúmlega 200 krónur kílóið sem er liðlega fjórföld hækkun frá því sem var á tímabilinu 2005-2008.
Á tímabilinu frá árinu 2005 og til haustmánaða 2008 var verð leigukvóta ýsu í báðum fiskveiðistjórnunarkerfunum mjög stöðugt í kringum 50 kr/kg. Hlutirnir fóru að breytast með afgerandi hætti á vormánuðum 2009 þegar verðið tók að hækka og sérstaklega varð skörp verðhækkun sl. haust. Á sama tíma hefur framboðið minnkað.
Sjá nánar þessa verðþróun á vef Fiskistofu, HÉR