Fiskistofan í Noregi hefur lagt til við norska sjávarútvegsráðuneytið að leyft verði að hefja veiðar túnfiski að nýju við Noregsstrendur. Alþjóðatúnfiskráðið hefur úthlutað Noregi 31 tonni í ár.
Norðmenn voru ein þeirra þjóða sem mest veiddu af túnfiski í N-Atlantshafi á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og þegar aflinn var mestur komst hann í 15.000 tonn. Veiðar Norðmanna héldu áfram á áttunda og níunda áratugnum en var hætt í kringum 1985.
Frá árinu 2006 hefur staðið yfir herferð til þess að endurreisa stofn bláuggatúnfisks í Norður-Atlantshafi og þótt Noregi hafi síðan verið úthlutað litlum veiðikvótum árlega hafa norsk stjórnvöld ekki opnað fyrir veiðar fram að þessu af verndunarástæðum. Nú telja fiskifræðingar hins vegar að óhætt sé að aflétta veiðibanninu.
Frá þessu er skýrt á vefsíðu Bergens Tidende í Noregi.