Fulllestaður flutningavagn með lax að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið við Gardermoen-flugvöllinn í Ósló fyrir skemmstu meðan bílstjórinn tók lögboðinn hvíldartíma frá akstri.

Bílstjórinn hafði lestað flutningavagninn laxi í Herøy við Helgeland og ekið til Gardermoen til að afhenda hann. Flutningavagninn hvarf að næturlagi aðfaranótt sunnudags þar sem bílnum hafði verið lagt innan flugvallarsvæðisins á meðan bílstjórinn svaf værum svefni á gistiheimili skammt frá.

Lýst var eftir vagninum á samfélagsmiðlum og sjálfur keyrði bílstjórinn um nágrennið til að leita hans.

Vagninn fannst síðar á sunnudag við vigtina í Jessheim en hann, sem var áður fulur af laxi, var nú tómur.

Talið er að laxinn sé nú kominn úr landi og norska lögreglan segir þetta ekki einsdæmi.