ff

Útflutningur á laxi frá Noregi í júlí nam um 46 milljörðum ISK sem er aukning um rúman einn miljarð króna frá sama tíma í fyrra. Magnið jókst hins vegar um 21% og nam 13 þúsund tonnum.

Það sem af er árinu hefur heildarútflutningur á laxi frá Noregi dregist saman um 5% þrátt fyrir aukningu í júní og júlí.

Meðalverð fyrir útflutt kíló af heilum laxi í júlí 2012 var 542 krónur sem er 81 krónu lægra en í júlí 2011.

Heildarframleiðsla á laxi í Noregi í júlí 2012 nam 78 þúsund tonnum sem er um 21% aukning frá sama tíma 2011. Um 82% af framleiðslunni fara á markað í Evrópu.