Sam­herji, Útgerðarfé­lag Ak­ur­eyr­inga og út­gerðar- og fisk­vinnslu­fyr­ir­tækið Fisk Sea­food hafa gert samn­inga við skipa­smíðamiðstöðina Cem­re Shipy­ard í Ist­an­b­ul í Tyrklandi um smíði á fjór­um nýj­um ís­fisk­tog­ur­um, að þvi er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Sam­herji og ÚA kaupa þrjá tog­ara, en einn fer til Fisk Sea­food. Áætlað er að smíði fyrsta skips­ins hefj­ist upp úr næstu ára­mót­um og af­hend­ing þess verði í apríl/​maí 2016. Heild­ar­verðmæti þess­ara samn­inga, sem staðið hafa yfir í tvö ár, er um 10 millj­arðar ís­lenskra króna, segir ennfremur í frétt Morgunblaðsins.