Samherji, Útgerðarfélag Akureyringa og útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Fisk Seafood hafa gert samninga við skipasmíðamiðstöðina Cemre Shipyard í Istanbul í Tyrklandi um smíði á fjórum nýjum ísfisktogurum, að þvi er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Samherji og ÚA kaupa þrjá togara, en einn fer til Fisk Seafood. Áætlað er að smíði fyrsta skipsins hefjist upp úr næstu áramótum og afhending þess verði í apríl/maí 2016. Heildarverðmæti þessara samninga, sem staðið hafa yfir í tvö ár, er um 10 milljarðar íslenskra króna, segir ennfremur í frétt Morgunblaðsins.