Því er spáð að landvinnsla eigi eftir að eflast enn meir á kostnað sjófrystingar. Landvinnslan er hagkvæmari, einkum í framleiðslu ferskra afurða. Verkefnum fyrir frystitogara hefur fækkað en þeir gegna milvægu hlutverki við veiðar í úthafinu og við veiðar og vinnslu einstakra tegunda, að því er fram kemur í úttekt í nýjustu Fiskifréttum.

Hlutur frystitogara í vinnslu þorsks hefur dregist saman. Hæst fór hlutfall sjófrystingar á þorski í rúm 23% árið 1995. Hlutfallið var um og yfir 20% framundir aldamótin en eftir það dró úr sjófrystingu. Á síðasta ári var hlutfallið komið í rúm 15%.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.