Ákveðið hefur verið að taka tilboði Knut Axel Ugland Holding AS um leigu á þyrlu af gerðinni Aerospatiale Super Puma AS332 L1, sem er sömu tegundar og björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar TF-LIF og TF-GNA.
Leiguþyrlan mun leysa af TF-LIF sem flýgur til Noregs 14. janúar nk. þar sem hún mun í fyrsta sinn fara í gegnum umfangsmikla G-skoðun. Áætlað er að skoðuninni ljúki 23. mars.
Leiguþyrlan verður afhent Landhelgisgæslunni um mánaðarmótin janúar-febrúar. Til að þyrlan uppfylli öll skilyrði útboðsgagna til björgunarþyrlu þarf að gera á henni smávægilegar breytingar sem verða framkvæmdar annaðhvort í Noregi eða á Íslandi.
Starfsmenn á vegum LHG hafa verið í Noregi undarfarna daga þar sem unnið er að lokafrágangi fyrir samningsgerð ásamt því að undirbúa skráningarferli hjá íslenskum flugmálayfirvöldum sem getur tekið nokkurn tíma en vonast er til að þyrlan verði tilbúin til notkunar um eða uppúr miðjum febrúar.
Frá þessu er skýrt á vef Langhelgisgæslunnar.